Klovn: Forever
Frumsýnd:
9.10.2015
Dreifingaraðili:
Max Dreifing
Tegund:
Gaman
Lengd: 1h 39 min
Lengd: 1h 39 min
Aldurstakmark:
Bönnuð innan 16 ára
Þeir Frank og Casper slógu í gegn í Klovn-þáttunum sem sýndir voru fyrir fáeinum árum. Þeir gengu ennþá lengra í samnefndri kvikmynd, eða öllu heldur: hafi þeir dansað á línunni í sjónvarpsþáttunum má segja að þeir hafi fleygt sér langt yfir hana í kvikmyndinni. Aðdáendur verða ekki sviknir af Klovn Forever, en í myndinni reynir á vináttu Franks og Caspers þegar sá síðarnefndi ákveður að flytja frá Danmörku til Los Angeles til að eltast við frekari frægð og frama. Frank er ákveðinn í að vinna vináttu Caspers á ný og eltir hann til LA, en það getur ekki endað nema með ósköpum.
Leikstjóri:
Mikkel Nørgaard
Leikarar:
Casper Christensen,
Frank Hvam