Gleymdist lykilorðið ?

Jem and the Holograms

Frumsýnd: 30.10.2015
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Drama, Ævintýri, Fantasía
Lengd: 1h 58 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
|

Jem and the Holograms er lauslega byggð á samnefndri teiknimyndaseríu sem búið er að flytja í glænýjan búning. Jerrica Jem Benton er smábæjarstúlka á unglingsaldri og upprennandi söngkona. Draumur hennar er að nýta hæfileika sína til botns og ákveður hún að stofna hljómsveit með systur sinni og tveimur vinkonum. Skömmu eftir að tónlist þeirra dreifist um internetið eins og eldur í sinu verða þær umkringdar aðdáendum. En frægðin er bara rétt svo upphafið að ævintýri Jerricu.