Gleymdist lykilorðið ?

Ride Along 2

Frumsýnd: 11.1.2016
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Gaman, Hasar
Lengd: 1h 41 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Ben Barber er nú útskrifaður úr lögregluskólanum og þráir fátt heitar en að gerast rannsóknarlögga. Tilvonandi mágur hans, James, er enn ekki hæstánægður með vinnubrögð hans en yfirmaður beggja ákveður að senda þá til Miami til að elta uppi vafasaman mógúl að nafni Serge Pope og reyna að fletta af dularfullu starfssemum hans þar. Tímasetningin hittir ekki sérlega vel á en Ben vill ólmur sanna sig og vonar að verkefnið gangi áreynslulaust fyrir sig svo hann komist heim í tæka tíð fyrir brúðkaupið sitt.