Gleymdist lykilorðið ?

Tristan og Ísold

Tristan und Isolde, 2016

Frumsýnd: 8.10.2016
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 4h 58 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Leikár Metropolitan Í beinni í HD hefst á nýrri uppfærslu Mariusz Treliński á Tristan og Ísold, en Mariusz leikstýrði verkunum Iolanta og Bluebeard’s Castle á leikárinu 2014-2015 við góðar undirtektir. Aðalhlutverkin eru í höndum stórkostlegra Wagner-söngvara: Nina Stemme leikur Ísold, Stuart Skelton er Tristan, Ekaterina Gubanova er Brangäne og René Pape leikur Marke konung. Sir Simon Rattle stjórnar hljómsveitinni.