Gleymdist lykilorðið ?

Idomeneo

Frumsýnd: 25.3.2017
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 4h 18 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Fyrsta óperumeistaraverk Mozarts snýr aftur á fjalir Metropolitan með klassískri uppfærslu Jean-Pierre Ponnelle, undir hljómsveitarstjórn James Levine. Meðal stórkostlegra söngvara í sýningunni má nefna Matthew Polenzani, sem fer með hlutverk konungsins, og Alice Coote, sem leikur göfuglyndan son hans, Idamante. Loks fara sópransöngkonurnar Nadine Sierra og Elza van den Heever með hlutverk Iliu og Elettru, en ást hinnar síðarnefndu á Idamante jaðrar við sturlun.