Gleymdist lykilorðið ?

X-Men: Apocalypse

Frumsýnd: 5.5.2016
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Lengd: 2h 23 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Frá dögun siðmenningar hefur fólk álitið hann og tilbeðið sem guð. Hinn stökkbreytti Apocalypse er talinn fyrsti stökkbreytti einstaklingurinn í X-Men seríu Marvel og jafnframt sá öflugasti. Hann hefur þann eiginleika að geta safnað kröftum annarra stökkbreyttra manna og er nú bæði ódauðlegur og ósigrandi.

X-Men: Apocalypse tekur þráðinn upp á sjöunda áratugnum, tíu árum eftir að myndinni X-Men: Days of Future Past lýkur. Prófessor X, Magneto og Mystique hafa ekki séð hvort annað síðan þá en leiðir þeirra liggja saman á ný þegar hinn forni Apocalypse vaknar eftir að hafa legið úr dvala í þúsundir ára. Hann sækist eftir því að fá Storm, Angel, Psylocke og Magneto til liðs við sig til að gegna hlutverki hinna fjögurra reiðmanna heimsendans, sem er vísun í Biblíuna. Apocalypse ætlar sér að endurbyggja núverandi heim og hreinsa mannkynið. Örlög jarðarinnar eru í höndum Mystique og Prófessor X sem, ásamt hópi af ungu stökkbreyttu fólki, þurfa að stöðva hreinsunina og bjarga mannkyninu frá tortímingu.