Warcraft
Frumsýnd:
27.5.2016
Dreifingaraðili:
Myndform
Tegund:
Hasar, Ævintýri, Fantasía
Lengd: 2h 03 min
Lengd: 2h 03 min
Aldurstakmark:
Bönnuð innan 12 ára
Warcraft er byggð á samnefndri tölvuleikjaseríu sem notið hefur gríðarlegra vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn, Warcraft: Orcs and Humans, kom út árið 1994. Í myndinni er sagan sögð frá byrjun. Friðurinn er rofinn í landinu Azeroth þar sem menn hafa völdin þegar stríðsmenn orca frá Draenor ráðast til inngöngu í leit að nýjum heimkynnum því Draenor er smám saman að verða óbyggilegt fyrir þá. Stríð er nánast óumflýjanlegt þar sem báðar fylkingarnar eru að berjast fyrir tilveru sinni en slíkt stríð gæti að lokum leitt til þess að bæði menn og orcar þurrkuðust út fyrir fullt og allt.
Leikstjóri:
Duncan Jones