Gleymdist lykilorðið ?

Ísöld: Ævintýrið Mikla

Ice Age: Collision Course, 2016

Frumsýnd: 13.7.2016
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Íkorninn Scrat gerir upp fyrir málleysið með hugrekki og þrautsegju. Því miður endar þráhyggja hans fyrir því að finna og grafa hnetuna sína alltaf í hörmungum, þótt það geri heiminn að því sem við þekkjum í dag. Í þetta skipti ferðast Scrat, í sinni óendanlegu leit að hnetunni sinni, út fyrir lofthjúp jarðarinnar þar sem hann í sakleysi sínu veldur skelfilegum atburðum sem stefna jörðinni í hættu. Til þess að komast undan háskanum fara Manni, Lúlli og Dýri, ásamt hjörðinni, burtu frá heimkynnum sínum í háskafulla för sem er bæði ævintýraleg og hættuleg. Þeir komast á framandi landsvæði og kynnast nýjum, litríkum verum, en mynda einnig óvinskap með öðrum, meðal annars bróður óvinar úr fortíðinni.