Gleymdist lykilorðið ?

The Space Between Us

Frumsýnd: 20.2.2017
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Drama, Ævintýri, Rómantík
Lengd: 2h 00 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Hópur geimfara leggur af stað til Mars og ætlar að leggja þar land undir fót. Þegar geimfararnir eru nýlagðir af stað kemur í ljós að ein konan í hópnum er ólétt. Skömmu eftir að geimfararnir eru komnir á plánetuna rauðu fæðir konan barn en móðirin lifir ekki af fæðinguna án þess að hafa nokkurn tímann sagt hver faðirinn var. Drengurinn fær nafnið Gardner og er hann fyrsta mannsbarnið sem fæðist á Mars en þar eyðir hann sínum fyrstu 16 árum. Hann leitar að vísbendingum um hver faðir hans sé. Þegar hann loksins fær tækifæri til að koma til Jarðar kemur í ljós að líkami hans þolir ekki andrúmsloftið. Hann þarf því að strjúka frá félögum sínum til þess að eiga möguleika á að finna föður sinn.