Gleymdist lykilorðið ?

A Bad Moms Christmas

Frumsýnd: 2.11.2017
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Gamanmynd
Lengd: 1h 44 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Jólin nálgast með öllu sínu umstangi og undirbúningi sem eins og margir vita, ekki síst mömmur, getur gert fólk gráhært af stressi enda er krafan sú að ekkert megi gleymast og allt þurfi að vera í toppstandi og skipulagt þegar hátíðin gengur í garð. En hvað gerist ef þær Amy, Kiki og Carla ákveða að brjóta hefðina og slá alvörunni upp í mátulegt kæruleysi? Nú gerist það að mæður þeirra koma í heimsókn og þar sem þær eru af gamla skólanum hafa þær misjafnar skoðanir á uppátækjum dætranna...