Gleymdist lykilorðið ?

Samson et Dalila

Frumsýnd: 20.10.2018
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 3h 04 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Höfundur: Camille Saint-Saëns

Þessi ópera Saint-Saëns byggir á biblíusögunni um Samson og Dalílu og hér fara Elīna Garanča og Roberto Alagna með titilhlutverkin, en aðdáendur Met í HD sáu þau síðast syngja saman í Carmen eftir Bizet árið 2010. Laurent Naouri leikur æðsta prestinn, Elchin Azizov leikur Abimélech, konung Filista, og Dmitry Belosselskiy leikur gamla Hebreann. Þetta er í fyrsta sinn sem Tony-verðlaunahafinn Darko Tresnjak tekur að sér sýningu fyrir Met, en þar hefur þetta verk ekki verið sett upp í 20 ár. Sir Mark Elder stjórnar hljómsveitinni.