Gleymdist lykilorðið ?

Porgy and Bess

Frumsýnd: 1.2.2020
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 3h 30 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Ein vinsælasta ópera Bandaríkjanna snýr aftur á sviðið hjá Met eftir næstum 30 ára hlé. Glæsileg uppfærsla James Robinson flytur áhorfendur aftur á eyrina í Charleston í Suður-Karólínu þar sem allt iðar af tónlist, dansi, tilfinningum og ástarsorg. „Ef þú ætlar að setja óperu Gershwins á svið, þá er þetta leiðin til þess“ sagði gagnrýnandi Guardian þegar þessi uppfærsla var frumsýnd í London 2018. David Robertson stýrir kraftmiklum hópi söngvara en fremst í flokki eru Eric Owens og Angel Blue í titilhlutverkunum.