Gleymdist lykilorðið ?

Agrippina

Frumsýnd: 29.2.2020
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 4h 10 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Þetta er í fyrsta sinn sem ópera Händels um launráð og ósóma í Róm til forna verður sett á svið hjá Met, en Joyce DiDonato fer með hlutverk hinnar stjórnsömu og valdsjúku Agrippinu og Harry Bicket stjórnar hljómsveitinni. Þessi uppfærsla Sir Davids McVicar færir svörtu kómedíuna um misbeitingu valds til nútímans, enda á sagan vel við í dag. Kate Lindsey leikur Neró, son Agrippinu og verðandi keisara. Brenda Rae leikur Poppeu, Iestyn Davies leikur Ottone og Matthew Rose fer með hlutverk þreytta keisarans Kládíusar.