Gleymdist lykilorðið ?

Heimskautahundar

Arctic Dogs, 2019

Frumsýnd: 24.1.2020
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 32 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Sprettur er heimskautarefur sem vinnur á pósthúsi á Norðurpólnum og dreymir um að verða sjálfur sendill en það er starf sem aðeins sterkustu husky-hundarnir eru taldir hæfir til að gegna. En Sprettur er ákveðinn í að sanna hvað hann getur og grunar auðvitað ekki að loksins þegar tækifærið kemur bíði hans annað og mun erfiðara verkefni en hundar gætu höndlað! Eftir að hafa komið sínum fyrsta pakka til skila uppgötvar Sprettur að hinn voldugi rostungur Ottó er farinn af stað með áætlun um að bræða allan ísinn á Norðurpólnum svo hann geti orðið einráður. Við það verður ekki unað og sem betur fer á Sprettur marga góða vini sem hann fær nú í lið með sér til að stöðva Ottó áður en illa fer...