Gleymdist lykilorðið ?

The Gentlemen

Frumsýnd: 24.1.2020
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Hasar
Lengd: 1h 53 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Mickey Pearson er bandarískur glæpaforingi sem byggt hefur upp öflugt marijúanaveldi í London. Þegar hann lætur á sér skiljast að hann hyggist draga sig í hlé og vilji selja viðskiptaveldið hugsa margir í undirheimunum sér gott til glóðarinnar og í gang fara alls kyns fléttur og blekkingar þar sem enginn er annars bróðir í leik og ekkert er eins og það sýnist.