Gleymdist lykilorðið ?

Cruella

Frumsýnd: 26.5.2021
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gamanmynd, Hasar
Lengd: 2h 14 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Hin unga Estella á sér draum um að verða fatahönnuður og hún býr yfir ríkulegum hæfileikum á því sviði. En svo virðist sem tilveran ætli að koma í veg fyrir að draumur hennar rætist. Eftir að hún endar uppi aura- og munaðarlaus í Lundúnum 12 ára gömul, fylgjumst við með henni fjórum árum síðar að mála bæinn rauðan ásamt bestu vinum sínum, þjófunum Horace og Jasper. Þegar Estelle fyrir tilviljun fær að stinga litlutá inn í heim hinna ungu ríku og frægu, þá fer hún að velta fyrir sér hvort hún gæti mögulega náð lengra í lífinu. Þegar efnileg rokkstjarna fær Estella til að hanna fyrir sig, þá fer hún að trúa því að hún geti náð alla leið á toppinn.