Gleymdist lykilorðið ?

The Rock (1996)

Frumsýnd: 5.5.2025
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Spenna, Ævintýri, Gullmolar
Lengd: 2h 17 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Stanley Goodspeed býr í Washington D.C. í Bandaríkjunum, og er lífefnafræðingur og vinnur fyrir alríkislögregluna, FBI. Fljótlega eftir að kærasta hans, Carla Pestalozzi, tilkynnir honum að hún sé ófrísk, þá fær Stanley hringingu frá yfirmanni FBI, James Womack. Womack segir Stanley að búið sé að taka hið fyrrum alræmda Alcatraz fangelsi í San Fransisco í gíslingu ásamt 81 ferðamanni sem þar voru að skoða fangelsið. Sá sem er höfuðpaurinn í gíslatökunni er fyrrum sjóliðsforinginn Francis Xavier Hummel, sem í mörg ár hefur mótmælt því að ríkisstjórnin vilji ekki greiða bætur til fjölskyldna stríðshetja, sem dáið höfðu á vígvellinum. Andlát eiginkonu Hummels, Barböru, ýtti honum fram af bjargbrúninni, og hann lét verða af illvirkinu. Nú heldur hann fullt af fólki í gíslingu, til að koma sjónarmiði sínu á framfæri. Womack þarfnast Stanley af því að Hummel stal VX eiturefnavopnum, og hefur tilkynnt að hann muni skjóta þeim á San Fransisco og valda gríðarlegum hörmungum, nema að menn gangi að kröfum hans. Stanley kann að aftengja efnavopnin, en honum vantar aðstoð frá einhverjum sem þekkir Alcatraz nógu vel til að hann komist þangað inn.

Leikstjóri: Michael Bay