Gleymdist lykilorðið ?

Deliverance

Frumsýnd: 22.6.2023
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Spenna, Ævintýri, Bíótöfrar
Lengd: 1h 49 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Cahulawassee árdalurinn í norður Georgíuríki í Bandaríkjunum er ein af perlum fylkisins og eitt síðasta ósnortna víðernið. Það mun þó fljótlega breytast þegar byggð verður stífla í ánni í dalnum, sem mun skapa flóð yfir mest af dallendinu. Fjórir borgarbúar frá Atlanta, töffarinn Lewis Medlock, hinn yfirvegaði Ed Gentry, hinn kappsfulli Bobby Trippe og hinn saklausi Drew Ballinger, ákveða að fara í kanósiglingu niður ánna í ljósi yfirvofandi atburða, en aðeins Lewis og Ed hafa reynslu af útilegum. Þeir vita að svæðið sem þeir ætla að fara á er einangrað og byggt sérstöku fólki, en átta sig samt ekki á því til fulls hve öðruvísi þessi menning er, en svo virðist sem fólkið beri merki margra ára skyldleikaræktunar. Fremur friðsæl ferð þeirra snýst upp í martröð þegar hún er hálfnuð þegar þeir ganga fram á tvo sveitavarga og bruggara. Sá fundur verður til þess að vinirnir verða að brjótast út úr dalnum til að ná að halda lífi, en samband þeirra verður líklega ekki samt á eftir, enda eru þeir látnir gera hluti við hvern annan sem þeir héldu að væru ekki mögulegir.