
Blazing Saddles
Frumsýnd:
29.1.2024
Dreifingaraðili:
SAMfilm
Tegund:
Gaman
Lengd: 1h 33 min
Lengd: 1h 33 min
Aldurstakmark:
Bönnuð innan 6 ára
Bær þar sem svo virðist sem allir íbúarnir heiti Johnson, er í vegi fyrir járnbraut sem verið er að leggja um landið. Til þess að komast yfir landið, svo hægt sé að leggja járnbrautina þar sem bærinn stendur, þá sendir Hedley Lemar, ótuktarlegur maður með pólitísk ítök, óþokka á sínum vegum til að gera bæjarbúum lífið óbærilegt. Eftir að lögreglustjórinn er drepinn, þá heimtar bærinn nýjan lögreglustjóra frá ríkisstjóranum. Hedley sannfærir ríkisstjórann um að senda bænum fyrsta svarta lögreglustjórann í villta vestrinu. Bart er fágaður borgarbúi, sem mun án vafa eiga erfitt með að fá bæjarbúa á sitt band.
Leikstjóri:
Mel Brooks