Gleymdist lykilorðið ?

The Abyss - 4K Director's Cut (1989)

Frumsýnd: 21.5.2024
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Ævintýri, Ráðgáta, Gullmolar
Lengd: 2h 50 min
Aldurstakmark: Ómetið
|

4K leikstjóra útgáfan af myndinni er 2klst og 50mín sem þýðir að hún er 30mín lengri en upprunalega útgáfan.

Bandarískur kjarnorkukafbátur hittir fyrir geimverur sem valda ofboðslegum rafmagns- og vökvakerfis truflunum í kafbátnum, sem verður þess valdandi að hann klessir á klett og sekkur niður á hafsbotn. Sjóherinn biður starfsmenn nærstadds olíuborpalls að vinna með sérsveitarmönnum að því að finna kafbátinn og rannsaka ástæður slyssins. Eftir því sem björgunarsveitin nálgast kafbátinn lenda þeir í fjölmörgum vandræðum og uppgötva að þeir eru líklega ekki einir. Það er eitthvað annað og óþekkt á sveimi.