Gleymdist lykilorðið ?

Apollo 13 (1995)

Frumsýnd: 2.9.2024
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Ævintýri, Saga, Gullmolar
Lengd: 2h 20 min
Aldurstakmark: Ómetið
|

Í Apollo 13 endurskapar leikstjórinn Ron Howard af mikilli nákvæmni mistök sem áttu sér stað í þriðju tunglferð geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, og björgun geimfaranna þriggja sem voru um borð í tunglflauginni. Árið er 1970 og aðeins níu mánuðir eru liðnir frá því söguleg för Apollo 11 til tunglsins var farin, og fólk er farið að efast um að það sé þess virði að eyða skattpeningum Bandaríkjamanna í það að safna grjóti á tunglinu. Fáir leggja því leið sína til Kennedyhöfða þegar tunglflauginni er skotið á loft. En hvað varðar tunglfarana þrjá, fjölskyldur þeirra og allt tækniliðið hjá NASA þá er ekkert leiðinlegt eða vanabundið í sambandi við ferð til tunglsins. Harmleikurinn um Apollo 1 þegar þrír geimfarar létust í hörmulegu slysi sem varð þegar skjóta átti tunglflauginni á loft, er mönnum enn í fersku minni. Lovell, sem fór umhverfis tunglið í Apollo 8, dreymir um að stíga fæti á tunglið, og eiginkonu hans, dreymir um ófarir í geimnum og ergir sig yfir skyndilegri ákvörðun um að eiginmaður hennar eigi að taka þátt í förinni með tunglflauginni sem ber óhappatöluna 13. Lovell gengur undir mánaða þjálfun með félögum sínum Ken Mattingly og Fred Haise, en aðeins örfáum dögum áður en stóra stundin á að renna upp er Mattingly kippt út úr hópnum vegna þess að hann hefur greinst með mislinga. Varamaður hans, Jack Swigert, kemur því í hans stað og á að fara til tunglsins. Á þriðja degi tunglferðarinnar skeður svo óhappið. Lághitatankur um borð í flauginni springur og skortur verður bæði á eldsneyti og súrefni um borð. Áhöfnin og sérfræðingarnir hjá NASA verða því að finna leið til að varðveita nægilegt magn af súrefni og eldsneyti til að koma flauginni til baka til jarðar.