Gleymdist lykilorðið ?

Fred Claus

Frumsýnd: 18.12.2024
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Fantasía, Fjölskyldumynd, Jóladagatal Sambíóanna
Lengd: 1h 56 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
|

Fred Claus er bróðir sjálfs jólasveinsins. Hann er ekki jafn gjafmildur og bróðir sinn og í raun eru þeir bræðurnir algjörar andstæður því Fred vinnur við að endurheimta hluti frá fólki sem getur ekki greitt reikningana sína. Fred hefur vanið sig á ýmsa ósiði í gegnum árin. Lögreglan grípur hann glóðvolgan við að brjóta lögin og hann þarf að leita til litla bróður síns til að losna úr klípunni. Jólasveinninn lofar að hjálpa honum gegn einu skilyrði. Fred þarf að koma á Norðurpólinn og vinna fyrir skuldinni sinni. Fred er ekki beint tilvalinn í starfið því hann hefur litla sem enga reynslu af því að koma vel fram við aðra og vera gjafmildur. Foreldrar þeirra bræðra eru heldur ekki hrifnir af því að fá svarta sauðinn heim. Hann kom líka á frekar óheppilegum tíma fyrir jólasveininn, því verkstæðið sætir rannsókn. Jólin nálgast óðum og ef Fred stendur sig ekki í stykkinu þá verður ekkert úr jólunum.