The Holiday (2006)
Lengd: 2h 16 min
Iris er ástfangin af manni sem er að fara að giftast annarri konu. Hinum megin á hnettinum áttar Amanda sig á því að sambýlismaður hennar hefur verið henni ótrúr. Konurnar hafa aldrei hist og búa langt í burtu frá hvorri annarri, en hittast á netinu á húsaskiptavefsíðu, og ákveða að skiptast á húsum yfir jólahátíðina. Iris fer heim til Amanda, í sumarið og sólina í Los Angeles, en Amanda fer í snjóinn uppi í sveit í Englandi. Stuttu eftir að þær koma á staðinn, þá gerist það sem þær ætluðu sér alls ekki - þær hitta báðar menn sem þær verða hrifnar af. Amanda hrífst af hinum myndarlega bróður Iris, Graham, og Iris, með hjálp handritshöfundarins Arthur, hittir kvikmyndatónskáldið Miles.