
Troy - Director's Cut (2007)
Lengd: 3h 16 min
Myndin gerist árið 1250 fyrir Krist, á bronsöldinni. Tvær þjóðir í vexti byrja að deila, eftir að Paris, prins af Tróju, sannfærir Helenu, drottningu af Spörtu, um að yfirgefa eiginmann sinn, Menelaus, og sigla með sér til Tróju. Eftir að Menelaus uppgötvar að Trjójumenn hafi tekið eiginkonu hans, þá biður hann bróður sinn Agamemnon að hjálpa sér að ná henni til baka. Agamemnon sér þarna möguleika fyrir sig að ná meiri völdum. Þeir búa 1.000 skip til siglingar með 50.000 menn innanborðs og halda til Tróju. Með hjálp Achillesar, þá geta Grikkir nú barist við hina ósigruðu Trójumenn. En þeir lenda á hindrun þar sem er Hector, prins af Tróju. Myndin segir frá bardaga þjóðanna og örlögum, eins og sagt er frá í Ilionskviðum Hómers.