
Crimson Tide (1995)
Lengd: 1h 56 min
Þegar Rússneskir uppreisnarmenn taka yfir stjórn á nokkrum ICBM eldflaugum, fara Bandaríkjamenn af stað. Meðal skipa sem þeir senda er kjarnorkukafbáturinn Alabama, en áður en þeir leggja af stað þurfa þeir að finna nýjan framkvæmdarstjóra og á meðal valkosta er Hunter yfirmaður sem ekki hefur séð mikinn atgang en kapteinn skipsins, Ramsey velur hann sem framkvæmdarstjóra. Á leiðinni varð atvik og Hunter var ósáttur með hvernig Ramsey höndlaði það og það er ljóst að Ramsey finnst lítið varið í hann því að Hunter var menntaður en Ramsey vann sig upp í geiranum. Skipið fékk skilaboð um að leggja til atlögu en samskiptatæki skipsins var bilað og þeir fengu ekki allt skilaboðið. Ramsey vill fylgja skilaboðunum sem hann heyrði en Hunter vill bíða þangað til að þeir komist aftur í samband til að vita örugglega hvort að skilaboðin hafi verið rétt.