Gleymdist lykilorðið ?

After We Collided varð óvæntur smellur í Bretlandi og Írlandi

|

Myndin After We Collided er búin að taka inn 3.6 milljón pund í Bretlandi og Írlandi. Hún er næst-tekjuhæsta myndin á eftir Tenet síðan bíóhús opnuðu aftur. Myndin er búin að græða meira en samanlagðar tekjur allra annarra dreyfingaraðila fyrir utan Warner Bros.


After We Collided er önnur myndin í seríunni sem er byggð á metsölubókum Önnu Todd og fjallar um ástarsamband tveggja framhaldsskólanema sem eru leiknir af Josephine Langford og Hero Fiennes Tiffin.


Framleiðendur myndarinnar eyddu engum pening í auglýsingakostnað, heldur reiddu þeir sig á samfélagsmiðla þar sem síður tileinkaðar myndinni fengu 4.2 milljónir fylgjenda og sönnuðu hversu mikil eftirspurn var eftir henni.


Myndin er forsýnd núna um helgina í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík og byrjar í almennum sýningum föstudaginn 23. október. Einnig er sérstök tvöföld sýning fimmtudaginn 22. október í Sambíóunum Álfabakka þar sem myndirnar After og After We Collided verða sýndar saman.

Þriðjudagstilboð

27.5.2013,
Tilboð alla þriðjudaga!