Wonder Woman 3 í vinnslu með leikstjóranum Patty Jenkins
Diana Prince er opinberlega á leiðinni aftur á hvíta tjaldið í þriðju 'Wonder Woman' myndinni. Warner Bros. hefur sett lokakaflann í þríleiknum í flýtimeðferð, þar sem Gal Gadot mun snúa aftur í titilhlutverkinu og Patty Jenkins mun skrifa handritið og leikstýra.
Tilkinningin kom á hæla þess er 'Wonder Woman 1984' var frumsýnd í bíóhúsum í desember með stærstu opnun síðan kórónuvírusfaraldurinn byrjaði.