METROPOLITAN óperan á ný í Sambíóunum Kringlunni
Sambíóin hefja á ný sýningar á uppfærslum Metropolitan óperunnar í endurbættu Kringlubíói nú í janúar. Um er að ræða beinar útsendingar frá þessu merka óperuhúsi, sem varpað er til 50 landa um allan heim og eftir tímabundið hlé er Ísland aftur komið í hóp þeirra 1.740 bíóhúsa sem sýna óperurnar.
Sambíóin Kringlunni opnuðu aftur í desember eftir umfangsmiklar breytingar, sem náðu meðal annars til hljóðkerfisins í sölum hússins og er því vel við hæfi að bjóða Metropolitan óperusýningarnar aftur velkomnar á svið í endurbættu Kringlubíó.
Sýningar Metropolitan óperunnar eru hver um sig metnaðarfullur menningarviðburður og hafa Sambíóin tekið þátt í að miðla þeim í beinum útsendingum síðan 2010. Meðal íslenskra óperusöngvara sem sungið hafa í óperuuppfærslum á sviði Metropolitan eru Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson.
Tryggðu þér miða hér fyrir neðan:
La Traviata - laugardaginn 18. febrúar kl. 16:00
The Hours - laugardaginn 4. mars kl. 16:00
Lohengrin - laugardaginn 18. mars kl. 16:00
Falstaff - laugardaginn 1. apríl kl. 16:30
Der Rosenkavalier - laugardaginn 15. apríl kl. 16:00
Champion - laugardaginn 29. apríl kl. 16:55
Don Giovanni - laugardaginn 20. maí kl. 16:55
Die Zauberflöte - laugardaginn 3. júní kl. 16:55