Salan á Metropolitan óperuna er hafin
Metropolitan óperusýningarnar eru að byrja aftur eftir rúmt tveggja ára hlé. Sýningar féllu niður árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins, en munu hefjast aftur í janúar í Sambíóunum Kringlunni sem opna í desember eftir eftir að hafa gengist undir glæsilegar breytingar. Metropolitan óperurnar hafa verið sýndar í beinni útsendingu á Íslandi síðan 2010 og íslensku söngvararnir Kristinn Sigmundsson og Dísella Lárusdóttir hafa stigið á svið í þeim. Beinu útsendingarnar frá Metropolitan óperunum eru sýndar í 50 löndum um allan heim og Ísland er loksins komið inn aftur. Óperurnar eru sýndar í 940 bíóhúsum í Bandaríkjunum og 800 bíóhúsum utan Bandaríkjanna, sem eru 1.740 bíóhús samanlagt á heimsvísu. Tryggðu þér miða hér fyrir neðan:
Fedora - laugardaginn 14. janúar kl. 17:55
Medea - laugardaginn 11. febrúar kl. 16:00
La Traviata - laugardaginn 18. febrúar kl. 16:00
The Hours - laugardaginn 4. mars kl. 16:00
Lohengrin - laugardaginn 18. mars kl. 16:00
Falstaff - laugardaginn 1. apríl kl. 16:30
Der Rosenkavalier - laugardaginn 15. apríl kl. 16:00
Champion - laugardaginn 29. apríl kl. 16:55
Don Giovanni - laugardaginn 20. maí kl. 16:55
Die Zauberflöte - laugardaginn 3. júní kl. 16:55