Gleymdist lykilorðið ?

Leita

4 Niðurstöður fundust
Saumaklúbburinn
Fimm konur á besta aldri skella sér saman í bústað til að hafa það reglulega gott og slaka á - frjálsar frá sifelldu amstri hversdagsins. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 31.5.2021, Lengd: 1h 20 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
Gagga Jónsdóttir
XL
Áfengisþyrsti þingmaðurinn, flagarinn óstýriláti og fjölskyldumaðurinn fyrrverandi, Leifur Sigurðarson, er skikkaður í meðferð - sem er hin fullkomna afsökun fyrir að halda óstjórnlega gott partí. Eftir því sem Leifur djúsar meira afhjúpast leyndarmálin, hann lendir á trúnó með áhorfandanum þar til ekkert er ósagt og tímabært að drífa sig heim.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.1.2013, Lengd: 1h 32 min
Tegund: Drama, Ævisaga
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Marteinn Þórsson
Frost
FROST fjallar um ungt par, Öglu, sem er jöklafræðingur, og Gunnar, kvikmyndagerðarmann, sem koma að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið á dularfullan hátt og Agla og Gunnar standa frammi fyrir óþekktu og banvænu afli.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.9.2012, Lengd: 1h 20 min
Tegund: Hasar, Spenna, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Reynir Lyngdal
Rokland
Rokland er hárbeitt svört kómedía um bloggarann og hugsjónamanninn Böðvar Steingrímsson sem býr á Sauðárkróki. Á bloggsíðu sinni predikar Böddi (Ólafur Darri Ólafsson) sínar háleitu, hugsjónir við lítinn fögnuð Sauðkræklinga. Á Króknum verður engu breytt! Böddi heldur því af stað til Reykjavíkur með byssu í vasanum og hugsjónir fyrir lýðinn.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.1.2011, Lengd: 1h 50 min
Tegund: Gaman, Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Marteinn Þórsson