Gleymdist lykilorðið ?

Leita

7 Niðurstöður fundust
Champion
Sambíóin hefja á ný sýningar á uppfærslum Metropolitan óperunnar í endurbættu Kringlubíói nú í janúar. Um er að ræða beinar útsendingar frá þessu merka óperuhúsi, sem varpað er til 50 landa um allan heim og eftir tímabundið hlé er Ísland aftur komið í hóp þeirra 1.740 bíóhúsa sem sýna óperurnar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 29.4.2023, Lengd: 3h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Yannick Nézet-Séguin
Porgy and Bess
Ein vinsælasta ópera Bandaríkjanna snýr aftur á sviðið hjá Met eftir næstum 30 ára hlé.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 1.2.2020, Lengd: 3h 30 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
David Robertson
Rusalka
Kristine Opolais er komin aftur í hlutverk Rusölku, sem gerði hana að alþjóðlegri stjörnu. Leikstjórinn Mary Zimmerman nýtir undravert ímyndunarafl til að setja upp ævintýri Dvořáks, sem fjallar um ást, þrá, höfnun og endurlausn.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.2.2017, Lengd: 4h 05 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Sir Mark Elder
Ást úr fjarlægð
L'Amour de Loin
Þessi frábæra ópera Kaija Saariaho var frumsýnd á Salzburg-hátíðinni árið 2000 og er nú loksins komin á fjalir Metropolitan-óperunnar í stórkostlegri uppfærslu Roberts Lepage, með glæsilegum LED-ljósum yfir allt sviðið og hljómsveitargryfjuna.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.12.2016, Lengd: 2h 58 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Susanna Mälkki
Elektra
Leikstjóranum Patrice Chéreau entist ekki aldur til að sjá frábæra uppfærslu sína á Elektru á sviði Met, en verkið hefur áður verið sett upp í Aix og Mílanó.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 30.4.2016, Lengd: 2h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Esa-Pekka Salonen
Götterdämmerung (Wagner)
Gotterdammerung
Hér lýkur Niflungahringnum með Ragnarökum í leikstjórn Roberts Lepage. Deborah Voigt og Gary Lehman fara með hlutverk Brynhildar og Sigurðar, elskendanna tveggja sem örlögin leika svo grátt. Hljómsveitarstjóri er James Levine.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 11.2.2012, Lengd: 6h 14 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
James Levine
Sigurður fáfnisbani (Wagner)
Siegfried
Í þriðja hluta Niflungahringsins einblínir Wagner á fyrstu sigra hetjunnar, Sigurðar Fáfnisbana, á meðan byltingarkennd sviðsmynd Roberts Lepage umbreytist úr töfraskógi yfir í ástarhreiður á fjallstindi. Gary Lehman fer með hlutverk Sigurðar, Deborah Voigt leikur Brynhildi og Bryn Terfel er Gangleri. Hljómsveitarstjóri er James Levine.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.11.2011, Lengd: 5h 51 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
James Levine