Gleymdist lykilorðið ?

Leita

4 Niðurstöður fundust
Agrippina
Þetta er í fyrsta sinn sem ópera Händels um launráð og ósóma í Róm til forna verður sett á svið hjá Met, en Joyce DiDonato fer með hlutverk hinnar stjórnsömu og valdsjúku Agrippinu og Harry Bicket stjórnar hljómsveitinni. Þessi uppfærsla Sir Davids McVicar færir svörtu kómedíuna um misbeitingu valds til nútímans, enda á sagan vel við í dag.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 29.2.2020, Lengd: 4h 10 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Harry Bicket
Júlíus Sesar
Giulio Cesare
Óperan sem sigraði Lundúnir á tímum Händels lifnar hér við í líflegri uppfærslu Davids McVicar. Heimsins færasti kontratenór, David Daniels, fer með titilhlutverkið og Natalie Dessay er ómótstæðileg og framandi Kleópatra. Barokksérfræðingurinn Harry Bicket stjórnar hljómsveitinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 27.4.2013, Lengd: 4h 50 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
David McVicar
La Clemenza di Tito
Hin stórsnjalla Elina Garanča fer með hlutverk Sesto í þessari dramatísku óperu Mozarts sem gerist í Róm til forna. Giuseppe Filanoti leikur hinn göfuglynda Tito og Barbara Frittoli leikur Vitelliu í þessari glæsilegu endurvakningu á einu síðasta meistaraverki tónskáldsins. Harry Bicket stjórnar hljómsveitinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 1.12.2012, Lengd: 2h 55 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Jean-Pierra Ponnelle
Rodelinda (Händel)
Rodelinda
Renée Fleming er komin aftur eftir að hafa slegið í gegn í þessu hlutverki í uppfærslu Stephens Wadsworth fyrir Metropolitan. Einnig koma fram Stephanie Blythe og kontratenórinn Andreas Scholl. Hljómsveitarstjórn er í höndum barokksérfræðingsins Harrys Bicket.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 3.12.2011, Lengd: 4h 15 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
Harry Bicket