Gleymdist lykilorðið ?

Leita

10 Niðurstöður fundust
Fullt Hús
Kammersveit í kröggum er að fara á hausinn. Það er gripið til örþrifaráða til að halda góða tónleika. Heimsfrægur sellóleikari er ráðinn til að spila með þeim en hans innri maður er ekki eins glansandi fínn og hans opinbera persóna. Sellóleikarinn spillir sveitinni allri og dregur þau enn neðar í svaðið.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 26.1.2024, Lengd: 1h 32 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Sigurjón Kjartansson
Villibráð
Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 6.1.2023, Lengd: 2h 06 min
Tegund: Gaman, Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Allra Síðasta Veiðiferðin
Vinahópur fer í sína árlegu laxveiðiferð til þess að slaka á í sveitinni. Nýliðarnir í hópnum reyna að þrauka þegar ferðin fer hratt og örugglega í vaskinn vegna gamalla og nýrra synda.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 15.3.2022, Lengd: 1h 32 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Dýrið
Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 20.9.2021, Lengd: 1h 46 min
Tegund: Drama, Hryllingur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Valery Gergiev
Síðasta Veiðiferðin
Vinahópur fer í sinn árlega veiðitúr. Í þetta skiptið á að taka veiðina alvarlega, slaka á í ruglinu og njóta náttúrunnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg - hratt og örugglega.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 2.3.2020, Lengd: 1h 32 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Örn Marinó Arnarsson
Fyrir Framan Annað Fólk
Myndin segir frá Húberti sem er hlédrægur auglýsingateiknari og ekki sérlega laginn við að nálgast hitt kynið. Hann verður ástfanginn af Hönnu, sem er í sárum eftir sambandsslit. Til að ganga í augun á henni bregður Húbert á það ráð að herma eftir yfirmanni sínum, sem er óforbetranlegur kvennabósi.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 22.2.2016, Lengd: 1h 27 min
Tegund: Gaman, Rómantík
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Óskar Jónasson
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum
Vinirnir Sveppi og Villi finna út að erkióvinur þeirra sé enn á ný að reyna landsyfirráð. Í þetta skiptið hefur hann byggt dómsdagsvél sem getur komið af stað jarðskjálftum og eldgosum. Sveppa, Villa og Góa tekst að koma sér í fylgsni hans sem er staðsett undir hinum ævaforna eldgíg Eldborg. En að komast þangað er aðeins brot af púslinu.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 31.10.2014, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Bragi Þór Hinriksson
Borgríki 2: Blóð Hraustra Manna
Myndin segir frá Hannesi, metnaðarfullum yfirmanni innra eftirlits lögreglunnar. Til að ráða niðurlögum stórra glæpasamtaka ákveður hann að rannsaka Margeir, spilltan yfirmann í fíkniefnadeild lögreglunnar, eftir að hafa fengið ábendingu frá Gunnari, fyrrum glæpaforingja, sem situr í fangelsi.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 17.10.2014, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Kurteist Fólk
Óhæfur verkfræðingur lýgur sig inn í samfélag á Vesturlandi og þykist geta komið sláturhúsi staðarins í gang á ný, óafvitandi gengur hann inn í litla heimsstyrjöld sem ríkir í einkalífi íbúa og pólitík bæjarfélagsins.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 24.3.2011, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Leyfð
Rokland
Rokland er hárbeitt svört kómedía um bloggarann og hugsjónamanninn Böðvar Steingrímsson sem býr á Sauðárkróki. Á bloggsíðu sinni predikar Böddi (Ólafur Darri Ólafsson) sínar háleitu, hugsjónir við lítinn fögnuð Sauðkræklinga. Á Króknum verður engu breytt! Böddi heldur því af stað til Reykjavíkur með byssu í vasanum og hugsjónir fyrir lýðinn.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.1.2011, Lengd: 1h 50 min
Tegund: Gaman, Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Marteinn Þórsson