Gleymdist lykilorðið ?

Leita

4 Niðurstöður fundust
La Traviata (2018)
Yannick Nézet-Séguin, tónlistarstjóri Met, stjórnar hljómsveitinni í þessum sígilda harmleik Verdis. Leikstjórnin er í höndum Michaels Mayer og glæsileg 18. aldar leikmyndin breytist með árstíðunum. Diana Damrau syngur hlutverk harmrænu hetjunnar Violettu og Juan Diego Flórez leikur Alfredo elskhuga hennar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.12.2018, Lengd: 3h 07 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Yannick Nézet-Séguin
Vatnafrúin (Rossini)
La Donna Del Lago
Bel canto stórstjarnan Joyce DiDonato og Juan Diego Flórez taka höndum saman í þessari óperu sem kalla mætti sýnikennslu Rossinis í flókinni raddbeitingu. Sögusviðið er skoska hálendið á miðöldum og sagan byggir á skáldsögu Walters Scott. DiDonato leikur vatnafrúna og Flórez leikur konunginn sem eltir hana á röndum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.3.2015, Lengd: 3h 30 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
La Cenerentola (Rossini)
La Cenerentola
Tveir einstakir Rossini-snillingar taka höndum saman í þessari uppfærslu á La Cenerentola. Messósópransöngkonan Joyce DiDonato fer hamförum sem Öskubuska í sínu fyrsta hlutverki fyrir Metropolitan og frábæri tenórinn Juan Diego Flórez leikur draumaprinsinn.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.5.2014, Lengd: 3h 40 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Fabio Luisi
Ory greifi
LE COMTE ORY
Bel canto snillingurinn Juan Diego Flórez fer með aðalhlutverkið í nýrri uppfærslu Metropolitan á þessum gamanleik Rossinis sem er vægast sagt krefjandi fyrir söngvarana. Joyce DiDonato leikur Isolier í ,,buxnarullu“ og þau tvö keppast um ástir einmana greifynjunnar Adéle, en Diana Damrau fer með hlutverk hennar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 9.4.2011, Lengd: 3h 25 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð