Gleymdist lykilorðið ?

Leita

3 Niðurstöður fundust
Gullregn
Kerfisfræðingurinn Indíana Jónsdóttir býr einangruð í lítilli blokkaríbúð umkringd innflytjendum sem hún fyrirlítur. Í litlum garðskika við íbúðina stendur gullregn, verðlaunað tré sem er stolt hennar og yndi. Þegar einkasonurinn kemur heim með kærustu af erlendum uppruna snýst heimur Indíönu á hvolf.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 17.1.2020, Lengd: 1h 55 min
Tegund: Gaman, Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
Ragnar Bragason
Málmhaus
Æska Heru Karlsdóttur er áhyggjulaus í sveitinni þar til harmleikur dynur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og Hera kennir sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún sáluhjáp í þungarokki og dreymir um að verða rokkstjarna.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 11.10.2013, Lengd: 1h 42 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Ragnar Bragason
BJARNFREÐARSON
Bjarnfreðarson er sjálfstæður lokakafli í sögu þremenningana Georgs Bjarnfreðarsonar, Ólafs Ragnars og Daníels Sævarssonar. í myndinni kynnumst við uppvexti Georgs og hvernig uppeldi móður hans mótaði ungan dreng í það skrímsli sem áhorfendur hafa kynnst í hinum geysivinsælu og margverðlaunuðu Vaktarseríum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 26.12.2009, Lengd: 1h 46 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Ragnar Bragason