Gleymdist lykilorðið ?

Jack Ryan: Shadow Recruit

Frumsýnd: 24.1.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Hasar, Spennumynd
Lengd: 1h 45 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Gagnnjósnarinn og leyniþjónustumaðurinn Jack Ryan snýr aftur á hvíta tjaldið í fimmta sinn og tekst á við spellvirkja sem ætlar sér að knésetja Bandaríkin.

Jack Ryan er, eins og flestir vita, hugarfóstur rithöfundarins Toms Clancy og var aðalsögupersónan í átta af bókum hans sem komu út á árunum 1984 til 2002. Fjórar af þeim hafa verið kvikmyndaðar, The Hunt for Red October, Patriot Games, Clear and Present Danger og The Sum of all Fears, en í þeim fóru þeir Alec Baldwin, Harrison Ford og Ben Affleck með hlutverk leyniþjónustumannsins Jack Ryan.

BLEKKINGIN ER BESTA VOPNIÐ

Jack Ryan: Shadow Recruit er ný saga, þ.e. ekki byggð á einni af bókum Clancys, heldur skrifuð beint sem bíómynd af þeim Adam Cozad og David Koepp. Í þetta sinn er það Chris Pine sem spreytir sig í hlutverkinu, en leikstjóri er Kenneth Branagh (Thor) sem sjálfur leikur stórt hlutverk í myndinni (vonda kallinn) ásamt þeim Keiru Knightley, Kevin Costner, Colm Feore og David Paymer.

Þegar Jack Ryan kemst á snoðir um áform Rússa nokkurs, Victors Cherevin, um að lama efnahag Bandaríkjanna og heimsins alls með úthugsuðum hryðjuverkaárásum ákveður hann að fara til Rússlands, mæta óþokkanum auglíti til auglitis og freista þess að koma í veg fyrir að áætlun hans nái fram að ganga.

Þetta er sannkölluð hættuför þar sem Jack á viðbrögðum sínum og þjálfun lífið að þakka, en verkefni hans verður ekki auðveldara þegar hann kemst að því að eignkona hans, Cathy Ryan, hefur án hans vitundar einnig ákveðið að fara til Rússlands í þeirri von að geta hjálpað til...

FRÓÐLEIKSMOLAR

• Tom Clancy lést eins og kunnugt er þann 1. október síðastliðinn, 66 ára að aldri, og er myndin tileinkuð minningu hans.

• Sagan segir að Chris Pine eigi íslenska kærustu