Gleymdist lykilorðið ?

Lucy

Frumsýnd: 6.8.2014
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Það hefur verið sagt að maðurinn noti í raun ekki nema um 10% af heilanum sem aftur hefur leitt að þeirri spurningu hvað myndi gerast ef menn gætu nýtt heilann 100%? Segja má að þetta sé grunnur sögunnar í Lucy, nýjustu mynd Lucs Besson sem bæði leikstýrir og skrifar handritið. Í titilhlutverkinu er Scarlett Johansson, en aðalkarlhlutverkið, hlutverk vísindamannsins Normans, er leikið af Morgan Freeman.

Lucy er ung kona sem gengur í gildru glæpamanna og er byrlað sterkt svefnlyf. Þegar hún rankar við sér hafa glæpamennirnir komið fyrir í iðrum hennar eiturlyfjum og neyða hana til að smygla þeim fyrir sig á milli landa. Þegar á áfangastað er komið er Lucy hins vegar misþyrmt með þeim afleiðingum að eitt hylkið inni í henni springur og eiturlyfið lekur út í blóðið.

Þetta hefði átt að verða bani Lucyar en þess í stað gefur lyfið henni aukinn og óvæntan kraft þannig að hugarorka hennar byrjar að hækka upp úr öllu valdi og skapar henni hæfileika umfram allt sem mannlegt er ...

Leikstjóri: Luc Besson