Gleymdist lykilorðið ?

Jólamóðir

Frumsýnd: 17.11.2023
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Fjölskyldumynd
Lengd: 1h 37 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Íslensk jólamynd í glænýrri útgáfu. Myndin fjallar um ævintýri Hurðaskellis, Skjóðu og allra hinna tröllanna í Grýluhelli. Eftir að hafa verið skilin eftir alein heima í Grýluhelli, í fyrsta skipti í sögu hellisins, þurfa tröllasystkinin Hurðaskellir og Skjóða að vinna sig í gegnum stirt samband sitt til þess að komast að því hvert allir hinir 98 íbúar hellisins hafa farið. Á ferðalaginu sem tekur við læra systkinin nýja hluti um mömmu sína Grýlu, hvernig það kom til að þau urðu þessi jólafjölskylda og hvað fylgir töfrum jólanna. Grýla er einnig að glíma við sömu spurningar á meðan skyldur hennar sem Jólamóður, verndara töfra jólanna, stangast á við þá grimmu tröllskessu sem hún áður var.