Gleymdist lykilorðið ?

The Rocky Horror Picture Show (1975)

Frumsýnd: 7.11.2025
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Hryllingur, Tónlist, Gullmolar
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Hin nýgiftu Brad og Janet lenda í vandræðum þegar bíllinn þeirra bilar í vondu veðri. Þau leita sér hjálpar í nágrenninu og koma að kastala klæðskiptingsins Dr. Frank-N-Furter. Þau koma að kastalanum á þeim tímapunkti þegar Frank-N-Furter er með sína árlegu ráðstefnu gesta frá plánetunni Transsexual. Hann býður þeim að gista yfir nóttina, en vilja Brad og Janet þiggja boðið? Hvað segja þau þegar hópur Transylvaniufólks kemur og dansar "Time Warp" dansinn og Dr. Frank-N-Furter býr til mann, sem hræðist hann og vill svo ekki þýðast hann kynferðislega. Þegar Frank-N-Furter tilkynnir að hann ætli að snúa aftur til stjörnuþokunnar Transylvaniu, þá upplýsir þjónninn Riff Raff og þjónustustúlkan Magenta, að þau hafi annað í huga.