Gleymdist lykilorðið ?

Leita

7 Niðurstöður fundust
Dumbo
Ungur fíll, sem er með eyru sem gera honum kleift að fljúga, hjálpar fjölleikahúsi sem á í fjárhagserfiðleikum. En þegar sirkusinn ætlar að færa út kvíarnar þá komast Dumbo og vinir hans að myrkum leyndarmálum á bakvið fágað yfirborðið.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 29.3.2019, Lengd: 1h 52 min
Tegund: Fantasía, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
Tim Burton
Going in Style
Þrír eldri borgarar, sem skrimta á eftirlaununum, og neyðast jafnvel stundum til að borða hundamat, ákveða að nú sé nóg komið. Þeir ákveða því að ræna banka...en vandamálið er, að þeir kunna ekki einu sinni að halda á byssu!
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 12.4.2017, Lengd: 1h 36 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Leikstjóri:
Zach Braff
Love The Coopers
Í þessari rómantísku jólagamanmynd kynnumst við fjórum kynslóðum Cooper-fjölskyldunnar. Þegar allir eru samankomnir undir eitt þak í tilefni jólanna fer allt á annan endann þegar skyndilega bætast við óboðnir gestir. Eftir því sem sirkusinn eykst byrjar fjölskyldan smám saman að átta sig betur á tilgangi hátíðanna.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 11.12.2015, Lengd: 1h 47 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Jessie Nelson
Grudge Match
Henry "Razor" Sharp og Billy "The Kid" McDonnen, börðust tvisvar þegar þeir voru ungir og þeir unnu hvor sinn sigurinn, en þriðji bardaginn, úrslitaviðureignin, átti sér aldrei stað. Síðan er spólað áfram um 30 ár og gömlu óvinirnir, sem leiknir eru af Stallone og De Niro, koma saman til að slást í síðasta skipti í úrslitabardaga.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 31.1.2014, Lengd: 1h 53 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Peter Segal
Stand Up Guys
Sérlega góð og gamansöm mynd þar sem þeir Al Pacino, Christopher Walken og Alan Arkin fara á kostum sem fyrrverandi glæpafélagar sem hittast á ný eftir 28 ára aðskilnað. Stand Up Guys gerist á 24 klukkustundum og hefst á því að Val (Al Pacino) fær frelsi sitt að nýju eftir að hafa dúsað á bak við lás og slá í 28 ár fyrir vopnað rán.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 22.11.2013, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Drama, Ævisaga
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
The Incredible Burt Wonderstone
Steve Carell, Olivia Wilde, Steve Buscemi og Jim Carrey fara allir á kostum í þessari eldhressu og meinfyndnu gamanmynd. Hinn óviðjafnanlegi Burt Wonderstone hefur ásamt Anton, besta vini sínum, rakað inn milljónum á töfrasýningum þeirra í Las Vegas. Nú fer sá tíma að ljúka.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 12.4.2013, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Don Scardino
Due Date
Peter Highman (Robert Downey jr.) á von á sínu fyrsta barni sem er væntanlegt í heiminn á næstu fimm dögum. Peter reynir því í flýti að ná flugi heim til Atlanta til að vera viðstaddur fæðingu frumburðarins. Áætlanir hans fara heldur betur úr skorðum þegar fyrir tilviljun verður á vegi hans upprennandi leikari, Ethan Tremblay (Zach Galifianakis).
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.11.2010, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
Leikstjóri:
Todd Phillips