Gleymdist lykilorðið ?

Leita

3 Niðurstöður fundust
Adriana Lecouvreur
Anna Netrebko tekur hér í fyrsta sinn að sér hlutverk Adriönu Lecouvreur, frægrar leikkonu á 18. öld sem fellur fyrir stríðshetjunni Maurizio, en Piotr Beczała syngur hlutverk hans. Gianandrea Noseda stjórnar hljómsveitinni í þessum harmleik eftir Cilea og Sir David McVicar leikstýrir, en sviðið er að hluta til endurgerð af barokkleikhúsi.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 12.1.2019, Lengd: 3h 33 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Gianandrea Noseda
Falstaff (2013)
Ótvíræður meistari Falstaffs, stjórnandinn James Levine, hefur ekki stýrt óperu Verdis fyrir Metropolitan síðan 2005. Ný uppfærsla Roberts Carsen, fyrsta nýja uppfærslan á Falstaff síðan 1964, gerist í enskri sveit á miðri 20. öld.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.12.2013, Lengd: 3h 20 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
L'Elisir d'Amore (2012)
Anna Netrebko og Matthew Polenzani fara með hlutverk hinnar hverflyndu Adinu og hins ástfangna Nemorinos í nýrri uppfærslu Bartletts Sher á einni merkustu gamanóperu sögunnar. Mariusz Kwiecien leikur hinn rostafengna Belcore liðþjálfa og Ambrogio Maestri leikur Dulcamara, skemmtilega skottulækninn sem útbýr ástarelixírinn.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 13.10.2012, Lengd: 2h 05 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Maurizio Benini