Gleymdist lykilorðið ?

Leita

15 Niðurstöður fundust
Thelma and Louise
Louise vinnur á skyndibitastað og á í vandræðum með kærastann Jimmy sem er tónlistamaður og er alltaf á tónleikaferðalögum. Thelma er gift Darryl sem vill helst að hún sé bara í eldhúsinu á meðan hann er að horfa á fótboltaleiki í sjónvarpinu. Dag einn ákveða þær að breyta lífi sínum og fara í ferðalag.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 6.6.2024, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Drama, Ævintýri, Glæpamynd, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Ridley Scott
Babylon
Myndin gerist í Hollywood á breytingaskeiðinu frá þöglum kvikmyndum yfir í talmyndir, og fylgist með blöndu af sögulegum og skálduðum persónum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 20.1.2023, Lengd: 3h 09 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Damien Chazelle
Bullet Train
Í kvikmyndinni Bullet Train, frá David Leitch leikstjóra Deadpool 2, fer Brad Pitt með hlutverk leigumorðingja sem ber dulnefnið Ladybug. Hann er staðráðinn í að sinna starfi sínu á friðsamlegan hátt eftir að einum of mörg verkefni hafa farið út af sporinu.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 3.8.2022, Lengd: 2h 06 min
Tegund: Hasar, Spenna, Ráðgáta
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
David Leitch
The Lost City
Höfundur rómantískra ástarsagna sem er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína ásamt fyrirsætunni á bókarkápunni, lendir í mannránstilraun sem endar með miklu ævintýri í frumskóginum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.3.2022, Lengd: 1h 51 min
Tegund: Gaman, Hasar, Rómantík
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
Aaron Nee, Adam Nee
Ad Astra
Hermaður leitar um allt stjörnukerfið að föður sínum sem hvarf þegar hann var að leita að lífi í alheiminum fyrir 20 árum síðan, en er nú talinn hafa búnað sem ógnar öllu sólkerfinu.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 27.9.2019, Lengd: 2h 02 min
Tegund: Drama, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
James Gray
Once Upon a Time in Hollywood
Sjónvarpsleikari sem má muna sinn fífil fegurri og staðgengill hans, reyna að öðlast frægð í kvikmyndaborginni, á síðustu árum gullaldarinnar í Hollywood, árið 1969 í Los Angeles.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 14.8.2019, Lengd: 2h 41 min
Tegund: Gaman, Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Quentin Tarantino
Allied
Eftir að hafa orðið ástfanginn af frönsku andspyrnukonunni Marianne Beausejour árið 1942, í hættulegu verkefni í Casablanca, þá er leyniþjónustumanninum Max Vatan, tilkynnt að konan sem hann er giftur og á nú barn með, sé líklega njósnari Nasista, og hann byrjar því að rannsaka hana upp á eigin spýtur.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 2.12.2016, Lengd: 2h 04 min
Tegund: Drama, Hasar, Rómantík
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Robert Zemeckis
The Big Short
Fjórir aðilar sem starfa í fjármálageiranum sem sáu fyrir fjármálahrunið og fasteignabóluna á miðjum fyrsta áratug 21. aldarinnar, ákveða að láta til skarar skríða gegn stóru bönkunum, og þeirri græðgismenningu og skammtímahugsun sem þar var farin að ríkja.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.1.2016, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Leikstjóri:
Adam McKay
Fury
Myndin gerist í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, nánar tiltekið í apríl árið 1945. Bandamenn eru að færa sig lengra og lengra inn í Evrópu. Vígamóður liðþjálfi að nafni Wardaddy er yfirmaður skriðdreka með fimm hermenn innanborðs, sem fer í lífshættulegan leiðangur yfir víglínuna.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 21.10.2014, Lengd: 2h 14 min
Tegund: Drama, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
David Ayer
12 Years A Slave
Solomon Northup fæddist sem frjáls maður og bjó ásamt fjölskyldu sinni í New York þegar honum var rænt og hann seldur í ánauð til þrælahaldara í New Orleans. 12 Years a Slave, eftir enska meistaraleikstjórann Steve McQueen (Shame, Hunger), hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda og er spáð fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna þegar um þær verður tilkynnt fimmtudaginn 16. janúar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 17.1.2014, Lengd: 2h 14 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Steve McQueen
World War Z
Gríðarlega skæð upvakningaplága geisar á Jörðu og ef engin úrræði finnast mun mannkynið þurrkast út á 90 dögum. World War Z er byggð á samnefndri bók eftir Max Brooks sem kom út árið 2006 og var nokkurs konar framhald bókar hans frá 2003, The Zombie Survival Guide.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.7.2013, Lengd: 1h 56 min
Tegund: Drama, Hasar, Hryllingur, Sumarmyndir
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Marc Forster
Killing Them Softly
Þremur misheppnuðum glæpamönnum tekst einhvern veginn að ræna pókerkvöld hjá mafíunni þar sem miklir peningar liggja undir. Mafíuforingjunum er ekki skemmt og þeir senda hörkutólið Jackie Cogan(Brad Pitt) til að veiða bjánana sem stálu af þeim.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 29.11.2012, Lengd: 1h 37 min
Tegund: Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Fráir Fætur 2
Happy Feet Two
Erik sonur Mumble á erfitt með að átta sig á hæfuleikum sínum í heimi keisaramörgæsanna . En á meðan fær hann líka fréttir af því að nýjar hættur ógna heimili þeirra og aðeins eitt getur bjargað mörgæsunum , þær verða allar að vinna saman. Happy Feet Two er tvisvar sinnum skemmtilegri en Happy feet eitt
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.11.2011, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Teiknimynd, Fjölskyldumynd, Jólamynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
George Miller
The Tree of Life
Nýjasta mynd Malic hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir heimsins og stóð uppi sem sigurvegari þegar keppt var um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 26.8.2011, Lengd: 2h 19 min
Tegund: Drama, Kvikmyndahátíð
Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára
Leikstjóri:
Terrence Malik
Megamind
Megamind er án vafa mesti snilldar vondi kallinn sem heimurinn hefur kynnst, og jafnframt mesti klaufinn. Í langan tíma hefur hann reynt að ná yfirráðum í Metroborg en hver tilraunin af annarri hefur mistekist, þökk sé ofurhetjunni Metro-Man.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 17.12.2010, Lengd: 1h 36 min
Tegund: Gaman, Teiknimynd, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Tom McGrath