Gleymdist lykilorðið ?

Leita

11 Niðurstöður fundust
Argylle
Elly Conway, innhverfur njósnaskáldsagnahöfundur sem sjaldan yfirgefur heimili sitt, dregst inn í hinn raunverulega heim njósna þegar söguþráður bóka hennar komast aðeins of nærri starfsemi ógnvekjandi glæpasamtaka.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 2.2.2024, Lengd: 2h 19 min
Tegund: Hasar, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Matthew Vaughn
Asteroid City
Myndin gerist í skálduðum bandarískum eyðimerkurbæ árið 1955. Dagskrá stjörnuskoðunarráðstefnu unglinga fær óvænta truflun af heimssögulegum atburðum.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 26.6.2023, Lengd: 1h 44 min
Tegund: Gaman, Drama, Rómantík
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Power Rangers
Hópur unglinga fá óvænt ofurnáttúrulega, kosmíska krafta. Þau átta sig á því að sameinuð geta þau bjargað heiminum frá glötun.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 24.3.2017, Lengd: 2h 04 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Dean Israelite
Kung Fu Panda 3
Þegar löngu týndur faðir Po birtist skyndilega, þá fara þeir feðgar saman til leynilegrar pöndu paradísar til að hitta allskonar skemmtilegar pöndur. En þegar hinn yfirnáttúrulegi þorpari Kai byrjar að herja á alla kung fu meistara í Kína, þá þarf Po að gera hið ómögulega, að þjálfa þorp fullt af öðrum pöndum til að verða kung fu pönduher.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 18.3.2016, Lengd: 1h 35 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Godzilla
Vísindamenn sem hafa verið að gera leynilegar tilraunir með kjarnorku og geislavirkni koma af stað keðjuverkandi atburðarás sem á eftir að ógna öllu lífi á jörð.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.5.2014, Lengd: 2h 03 min
Tegund: Hasar, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Gareth Edwards
Argo
Argo er spennumynd sem leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck sendir frá sér eftir hina vel heppnuðu The Town. Myndin gerist á tímum Írönsku byltingarinnar , CIA er að reyna að bjarga sex Amerískum ríkisborgurum úr landi , en þeir eru nú fastir í sendiráði Kanada.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 9.11.2012, Lengd: 2h 00 min
Tegund: Drama, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
Leikstjóri:
Ben Affleck
Total Recall
Framtíðartryllir, byggður á einni af smásögum Philips K. Dick, þar sem raunveruleiki, draumar og ímyndun renna saman í eitt. Douglas Quaid er ósköp venjulegur maður sem vinnur í verksmiðju og á sér ágætt líf ásamt hinni fögru eiginkonu sinni, Lori. Samt er eins og eitthvað vanti og stundum finnst Douglas eins og líf hans sé of venjulegt.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 8.8.2012, Lengd: 1h 58 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Rock Of Ages
Árið er 1987, borgin er Los Angles , Drew og Sherrie eru ungt fólk sem eltir drauma sína til borg englanna LA. Þegar Drew og Sherrie hittast er það ást við fyrstu sýn , en samband þeirra verður ekki dans á rósum frekar en hjá flestum öðrum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 20.6.2012, Lengd: 2h 03 min
Tegund: Gaman, Drama, Tónlist
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Ada Shankman
Contagion
Contagion fjallar um banvænan virus sem dreifist hratt og drepur fólk , alþjóðalið lækna reyna hvað þeir geta til þess að finna lækningu. Matt Damon fer á kostum í frábærri spennumynd sem Steven Soderberg leikstýrir
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 30.9.2011, Lengd: 1h 46 min
Tegund: Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
Leikstjóri:
Steven Soderberg
Drive
Drive fjallar um Áhættuleikara í Hollywood sem sérhæfir sig í kappakstri og áhættuleik á bílum en á kvöldin keyrir hann fyrir glæpamenn sem þurfa að komast fljótt af vettvangi á hraðskreiðum bílum , í eitt skiptið mistekst rán og það er búið að setja fé til höfuðs honum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.9.2011, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Nicolas Winding Refn
Larry Crowne
Þar kynnist hann hópi af hressum og skemmtilegum nemum og verður á endanum hrifinn af ræðukennaranum sínum, hinni fallegu Mercedes Tainot (Julia Roberts). Saga Larry Crowne minnir okkur á hið smáa en óvænta í lífinu.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 17.8.2011, Lengd: 1h 39 min
Tegund: Gaman, Rómantík
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Tom Hanks