Gleymdist lykilorðið ?

Leita

3 Niðurstöður fundust
The Shawshank Redemption
Andy Dufresne er ungur og efnilegur bankamaður. Líf hans breytist skyndilega þegar hann er fundinn sekur um morðið á eiginkonu sinni og elskhuga hennar, og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Myndin gerist á fimmta áratug síðustu aldar og sýnir hvernig Andy, með hjálp vinar síns Red, athafnamannsins í fangelsinu, reynist verða mjög óvenjulegur fangi.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 22.5.2020, Lengd: 2h 22 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Frank Darabont
Svampur Sveinsson: Svampur Á Þurru Landi
The SpongeBob Movie: Sponge Out Of Water
Svampur og félagar halda upp á þurrt land eftir að sjóræningi stelur frá Svampi blaðsíðu úr galdrabók til að öðlast mátt illra verka. Við þetta getur Svampur auðvitað ekki sætt sig við en glímir við það vandamál ásamt sínu trygga föruneyti sínu að þeir félagar mega sín lítils á þurru landi svona litlir og aumir.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 30.1.2015, Lengd: 1h 33 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Paul Tibbitt
Homefront
Fyrrverandi fíkniefnalögreglumaður flytur með unga dóttur sína til lítils bæjar þar sem hann kemst fljótlega upp á kant við stórhættulegan krakkframleiðanda.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 12.12.2013, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Hasar, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Gary Fleder