Gleymdist lykilorðið ?

Leita

7 Niðurstöður fundust
Maria Stuarda
Sópransöngkonan Diana Damrau sló rækilega í gegn sem Violetta í La Traviata og bregður sér nú í hlutverk Maríu Skotadrottningar í þessu þekkta bel canto verki Donizettis. Jamie Barton, stjörnumessósópran, leikur Elísabetu drottningu og silkitenórinn Stephen Costello leikur jarlinn af Leicester.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 9.5.2020, Lengd: 2h 46 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Maurizio Benini
Adriana Lecouvreur
Anna Netrebko tekur hér í fyrsta sinn að sér hlutverk Adriönu Lecouvreur, frægrar leikkonu á 18. öld sem fellur fyrir stríðshetjunni Maurizio, en Piotr Beczała syngur hlutverk hans. Gianandrea Noseda stjórnar hljómsveitinni í þessum harmleik eftir Cilea og Sir David McVicar leikstýrir, en sviðið er að hluta til endurgerð af barokkleikhúsi.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 12.1.2019, Lengd: 3h 33 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Gianandrea Noseda
Norma
Leikárið hefst með nýrri uppfærslu á bel canto harmleiknum Normu eftir Bellini. Sondra Radvanovsky fer með aðalhlutverkið, en hún hefur vakið mikla lukku í hlutverki Normu fyrir Met og fjölmarga fleiri á undanförnum árum, svo óhætt er að segja að túlkun hennar sé í algjörum sérflokki í heiminum í dag.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.10.2017, Lengd: 3h 24 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Carlo Rizzi
Roberto Devereux
Sondra Radvanovsky lýkur þeirri einstöku áskorun að flytja hlutverk allra þriggja Tudor-drottninga Donizettis á einu leikári. Hér er hún í hlutverki Elísabetar 1. drottningar, sem neyðist til að skrifa undir dauðadóm mannsins sem hún elskar, Roberts Devereux, en Matthew Polenzani fer með hlutverk hans.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.4.2016, Lengd: 3h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Maurizio Benini
Júlíus Sesar
Giulio Cesare
Óperan sem sigraði Lundúnir á tímum Händels lifnar hér við í líflegri uppfærslu Davids McVicar. Heimsins færasti kontratenór, David Daniels, fer með titilhlutverkið og Natalie Dessay er ómótstæðileg og framandi Kleópatra. Barokksérfræðingurinn Harry Bicket stjórnar hljómsveitinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 27.4.2013, Lengd: 4h 50 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
David McVicar
Maria Stuarda (2013)
Messósópransöngkonan Joyce DiDonato, ein áhugaverðasta söngkona heimsins í dag, fer með hið erfiða bel canto hlutverk Maríu Skotadrottningar. Leikstjórinn David McVicar tekst hér á við aðra óperu Donizettis í Tudor-þríleiknum, sem veitir innsýn í líf kóngafólks á örlagastundu.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 19.1.2013, Lengd: 3h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
David McVicar
Leikarar:
Joyce DiDonato
Anna Bolena (Donizetti)
Anna Bolena
Anna Netrebko hefur leikár Metropolitan-óperunnar að þessu sinni með túlkun sinni á ólánsömu drottningunni sem ótrúr konungur hrekur til vitfirringar. Hún fer með eitt merkilegasta ,,sturlunaratriði” óperusögunnar í uppfærslu sem skartar einnig Elinu Garanca í hlutverki keppinautar hennar, Jane Seymour, og Ildar Abdrazakow í hlutverki Hinriks VIII.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.10.2011, Lengd: 4h 10 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið