Gleymdist lykilorðið ?

Leita

5 Niðurstöður fundust
Les Troyens
Hér býðst einstakt tækifæri til að fylgjast með umfangsmikilli og epískri óperu Berlioz sem síðast var sett upp hjá Metropolitan-óperunni árið 2003. Deborah Voigt, Susan Graham, Marcello Giordani og Dwayne Croft fara með aðalhlutverkin og leika persónur úr Trójustríðinu. Aðalstjórnandinn Fabio Luisi stýrir stórfelldum hljómsveitarskaranum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.1.2013, Lengd: 5h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Francesca Zambello
Götterdämmerung (Wagner)
Gotterdammerung
Hér lýkur Niflungahringnum með Ragnarökum í leikstjórn Roberts Lepage. Deborah Voigt og Gary Lehman fara með hlutverk Brynhildar og Sigurðar, elskendanna tveggja sem örlögin leika svo grátt. Hljómsveitarstjóri er James Levine.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 11.2.2012, Lengd: 6h 14 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
James Levine
Sigurður fáfnisbani (Wagner)
Siegfried
Í þriðja hluta Niflungahringsins einblínir Wagner á fyrstu sigra hetjunnar, Sigurðar Fáfnisbana, á meðan byltingarkennd sviðsmynd Roberts Lepage umbreytist úr töfraskógi yfir í ástarhreiður á fjallstindi. Gary Lehman fer með hlutverk Sigurðar, Deborah Voigt leikur Brynhildi og Bryn Terfel er Gangleri. Hljómsveitarstjóri er James Levine.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.11.2011, Lengd: 5h 51 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
James Levine
DIE WALKÜRE (2011)
Stjörnulið stórsöngvara er hér saman komið í Valkyrjunum, öðrum hluta uppfærslu Roberts Lepage á Niflungahringnum ásamt hljómsveitarstjóranum James Levine. Bryn Terfel fer með hlutverk Óðins og Deborah Voigt leikur Brynhildi í enn einu Wagner-hlutverkinu fyrir Metropolitan.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.5.2011, Lengd: 5h 35 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
LA FANCIULLA DEL WEST (2011)
Þessi ópera Puccinis úr villta vestrinu var heimsfrumsýnd í Metropolitan árið 1910 og verður nú sett upp aftur í tilefni aldarafmælisins. Bandaríska dívan Deborah Voigt fer með hlutverk ,,stúlkunnar frá gyllta vestrinu“ og hitt aðalhlutverkið er í höndum Marcellos Giordani. Hljómsveitarstjórinn er Nicola Luisotti.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.1.2011, Lengd: 3h 50 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð