Gleymdist lykilorðið ?

Leita

6 Niðurstöður fundust
Maria Stuarda
Sópransöngkonan Diana Damrau sló rækilega í gegn sem Violetta í La Traviata og bregður sér nú í hlutverk Maríu Skotadrottningar í þessu þekkta bel canto verki Donizettis. Jamie Barton, stjörnumessósópran, leikur Elísabetu drottningu og silkitenórinn Stephen Costello leikur jarlinn af Leicester.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 9.5.2020, Lengd: 2h 46 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Maurizio Benini
La Traviata (2018)
Yannick Nézet-Séguin, tónlistarstjóri Met, stjórnar hljómsveitinni í þessum sígilda harmleik Verdis. Leikstjórnin er í höndum Michaels Mayer og glæsileg 18. aldar leikmyndin breytist með árstíðunum. Diana Damrau syngur hlutverk harmrænu hetjunnar Violettu og Juan Diego Flórez leikur Alfredo elskhuga hennar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.12.2018, Lengd: 3h 07 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Yannick Nézet-Séguin
Roméo et Juliette (2017)
Þegar Diana Damrau og Vittorio Grigolo léku hvort á móti öðru í Manon fyrir Metropolitan 2015 var sagt í dómi New York Times: „hitastigið nálgast suðumark í hvert sinn sem Damrau og Grigolo deila sviðinu“. Nú eru þau mætt aftur sem elskendurnir frægu í glæsilegri óperu Gounods, sem byggir á epískri ástarsögu Shakespeares.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.1.2017, Lengd: 3h 30 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Gianandrea Noseda
Les Pêcheurs De Perles
Þessi stórkostlega ópera Bizets um losta og þrá í Austurlöndum fjær kemst nú aftur á fjalirnar hjá Met eftir aldarlanga hvíld. Sópransöngkonan Diana Damrau fer með hlutverk Leïlu, fallegu hofgyðjunnar sem þarf að horfa upp á tvo perlukafara keppa um hylli hennar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.1.2016, Lengd: 2h 54 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Gianandrea Noseda
Rigoletto
Leikstjórinn Michael Mayer hefur fært þessa frægu harmsögu Verdis til Las Vegas árið 1960. Þessi uppfærsla er innblásin af sögum um rottugengi Franks Sinatra og félaga.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.2.2013, Lengd: 3h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Ory greifi
LE COMTE ORY
Bel canto snillingurinn Juan Diego Flórez fer með aðalhlutverkið í nýrri uppfærslu Metropolitan á þessum gamanleik Rossinis sem er vægast sagt krefjandi fyrir söngvarana. Joyce DiDonato leikur Isolier í ,,buxnarullu“ og þau tvö keppast um ástir einmana greifynjunnar Adéle, en Diana Damrau fer með hlutverk hennar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 9.4.2011, Lengd: 3h 25 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð