Gleymdist lykilorðið ?

Leita

10 Niðurstöður fundust
Don Giovanni (2016)
Barítónsöngvarinn Simon Keenlyside fer með hlutverk Don Giovannis, eins mesta grodda óperubókmenntanna, sem er dreginn niður til heljar vegna misgjörða sinna. Á meðal stórgóðra Mozart-söngvara í uppfærslunni má nefna Hibla Gerzmava, Malin Byström, Rolando Villazón og Kwangchul Youn. Hljómsveitarstjóri er Fabio Luisi.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 22.10.2016, Lengd: 3h 42 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Fabio Luisi
Manon Lescaut
Sviðið hjá Met á eftir að loga þegar sópransöngkonan Kristine Opolais kemur fram í þessari tilfinningaþrungnu ástaróperu Puccinis. Opolais fer með titilhlutverk sveitastúlkunnar sem umbreytist í tálkvendi í París. Leikstjórinn Richard Eyre færir söguna fram til hersetuáranna í Frakklandi og sveipar leikritið yfirbragði rökkurmyndanna.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.3.2016, Lengd: 3h 28 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Fabio Luisi
CAVALLERIA RUSTICANA (Mascagni) / PAGLIACCI (Leoncavallo)
CAVALLERIA RUSTICANA (Mascagni) / PAGLIACCI (Leoncavallo)
Mikil hefð hefur skapast fyrir því að sýna þessar tvær óperur saman og hér er á ferðinni uppsetning Davids McVicar, sem notar sama sikileyska þorpið sem sögusvið. Marcelo Álvarez tekur að sér tenórhlutverkin tvö, Turiddu í Cavalleria Rusticana og Canio í Pagliacci. Rae Smith hannaði leikmyndina.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.4.2015, Lengd: 3h 30 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Macbeth (Verdi)
Macbeth
Stjörnusópransöngkonan Anna Netrebko sýnir einstaka túlkun á hlutverki hinnar grimmu lafði Makbeð og Željko Lučić fer með titilhlutverkið í fyrsta sinn fyrir Metropolitan. Í nístandi uppfærslu Adrians Noble á stórkostlegri aðlögun Verdis á harmleik Shakespeares fer Joseph Calleja með hlutverk hins göfuga Makdufs og René Pape leikur Bankó.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 11.10.2014, Lengd: 3h 13 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
Fabio Luisi
La Cenerentola (Rossini)
La Cenerentola
Tveir einstakir Rossini-snillingar taka höndum saman í þessari uppfærslu á La Cenerentola. Messósópransöngkonan Joyce DiDonato fer hamförum sem Öskubuska í sínu fyrsta hlutverki fyrir Metropolitan og frábæri tenórinn Juan Diego Flórez leikur draumaprinsinn.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.5.2014, Lengd: 3h 40 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Fabio Luisi
Les Troyens
Hér býðst einstakt tækifæri til að fylgjast með umfangsmikilli og epískri óperu Berlioz sem síðast var sett upp hjá Metropolitan-óperunni árið 2003. Deborah Voigt, Susan Graham, Marcello Giordani og Dwayne Croft fara með aðalhlutverkin og leika persónur úr Trójustríðinu. Aðalstjórnandinn Fabio Luisi stýrir stórfelldum hljómsveitarskaranum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.1.2013, Lengd: 5h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Francesca Zambello
Aida (2012)
Ógleymanleg uppfærsla Metropolitan-óperunnar á dramatísku stórvirki Verdis sem gerist í Egyptalandi til forna. Liudmyla Monastyrska fer með hlutverk eþíópísku prinsessunnar sem festist í ástarþríhyrningi með hinum hetjulega Radamés og stoltu egypsku prinsessunni Amneris, en Roberto Alagna og Olga Borodina fara með hlutverk þeirra.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.12.2012, Lengd: 3h 40 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Sonja Frisell
Grímudansleikur
Un Ballo in Maschera
Draumkennd sviðsetning leikstjórans Davids Alden er heillandi bakgrunnur fyrir þessa dramatísku sögu um afbrýðisemi og hefndir. Marcelo Álvarez fer með hlutverk þjakaða konungsins, Karita Mattila leikur Ameliu, viðfang leynilegrar ástar hans, og Dmitri Hvorostovsky leikur tortrygginn eiginmann hennar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.12.2012, Lengd: 3h 20 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
David Alden
La Traviata (Verdi)
La Traviata (2012)
Natalie Dessay klæðist rauða kjólnum í þessari heillandi uppfærslu Willys Decker en hún hefur aldrei áður farið með hlutverk Violettu. Matthew Polenzani fer með hlutverk Alfredos, Dmitri Hvorostovsky leikur Germont og gestastjórnandinn Fabio Luisi stýrir hljómsveitinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.4.2012, Lengd: 3h 07 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
Fabio Luisi
Manon (2012)
Stórkostleg túlkun Önnu Netrebko á dapurlegu kvenhetjunni í þessari nýju uppfærslu Laurents Pelly berst nú loksins á svið Metropolitan, alla leið frá konunglega óperuhúsinu í Covent Garden. Piotr Beczala og Paulo Szot fara með hin aðalhlutverkin og gestastjórnandinn Fabio Luisi stýrir hljómsveitinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.4.2012, Lengd: 4h 03 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
Fabio Luisi