Gleymdist lykilorðið ?

Leita

6 Niðurstöður fundust
Bloodshot
Mafíósinn Ray Garrison er reistur upp frá dauðum, og fær í leiðinni ofurkrafta. Með þessa nýju hæfileika í farteskinu leitar hann hefnda á þeim sem drápu eiginkonu hans, eða þeim sem hann heldur að hafi drepið konuna. Hann kemst fljótlega að því að engum er treystandi. En getur hann treyst sjálfum sér?
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 11.3.2020, Lengd: 1h 49 min
Tegund: Drama, Hasar, Vísindaskáldskapur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Dave Wilson
Iron Man 3
Hinn frakki en ofursnjalli iðnrekandi Tony Stark kemur aftur í þriðju myndinni um Iron Man. Hann mætir nú óvini sem á sér engin takmörk. Eftir að einkalífi Stark hefur verið rústað af höndum óvinarins, hefst leit hans að þeim sem eru ábyrgir. Þessi ferð mun við hvert horn reyna á dug hans og sýna úr hverju hann er í raun gerður.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 24.4.2013, Lengd: 2h 09 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Sumarmyndir
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Lawless
Þessi magnaði glæpatryllir gerist á krepputímabilinu mikla í Franklin County, Virginia usa. Þar sem óprúttnir landasalar berjast við lögguna um tilvist og peninga sem lögreglan vill til þess að þegja yfir starfsemi þeirra. Ein besta hasarmynd ársins segja þeir sem sáu á Cannes kvikmyndahátiðinni í ár.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.9.2012, Lengd: 1h 56 min
Tegund: Drama, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
John Hillcoat
Prometheus
PROMETHEUS segir frá geimkönnuðum sem verða strandaglópar á fjarlægri reikistjörnu. Þar uppgötva þau vísbendingar um uppruna mannkyns á Jörðinni, og í kjölfarið leggja þau upp í ferðalag til myrkustu afkima alheimsins þar sem þau þurfa að berjast fyrir framtíð mannkynsins.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 6.6.2012, Lengd: 2h 04 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Hryllingur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Ridley Scott
Seeking Justice
Eftir að ráðist var á konu hans og hún lífshættulega slösuð , ræður Nicolas Cage hóp manna sem taka lögin í sínar eigin hendur og ætla að ná fram réttlætinu en með óvæntum afleiðingum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.11.2011, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Rodger Donaldson
The King's Speech
Myndin segir sögu af manni sem seinna varð George VI konungur Englands og faðir núverandi drottningar, Elísabetar II. Eftir að bróðir hans afsalar sér völdum tekur George´Bertie við krúnunni. Mikið stam plagar hann og hann er engan veginn tilbúinn til að verða konungur. Hann leitar til óhefðbundins talmeinafræðings, Lionel Logue.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 28.1.2011, Lengd: 1h 58 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Tom Hooper