Gleymdist lykilorðið ?

Leita

5 Niðurstöður fundust
Semiramide
Angela Meade leikur Semiramide í sínu fyrsta hlutverki fyrir Met. Þessi ópera Rossinis hefur ekki verið sett upp hjá Met í 25 ár, en Maurizio Benini stýrir hljómsveitinni. Elizabeth DeShong leikur Arsace, foringja assýríska hersins, Javier Camarena leikur Idreno konung, Ildar Abdrazakov leikur Assur prins og Ryan Speedo Green æðstaprestinn Oroe.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.3.2018, Lengd: 3h 45 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Maurizio Benini
Carmen (2014)
Töfrandi uppfærsla Richards Eyre á melódrama Bizets snýr aftur og Anita Rachvelishvili, messósópran, fer með hlutverk sígaunastúlkunnar ógæfusömu. Aleksandrs Antonenko leikur örvilnaðan ástmann hennar, Don José, og Ildar Abdrazakov leikur nautabanann Escamillo, sem kemur upp á milli þeirra.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 1.11.2014, Lengd: 3h 38 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Brúðkaup Fígarós (Mozart)
Le Nozze Di Figaro
James Levine, listrænn stjórnandi Metropolitan, stjórnar hljómsveitinni í þessari kraftmiklu nýju uppfærslu á meistaraverki Mozarts, en Richard Eyre sér um leikstjórnina. Hér eru atburðir klassísku gamanóperunnar fluttir fram til þriðja áratugar tuttugustu aldar í Sevilla.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.10.2014, Lengd: 3h 52 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
James Levine
Prince Igor (Borodin)
Prince Igor
Hér er epískt meistaraverk Borodíns komið á fjalir Metropolitan í fyrsta sinn í næstum heila öld. Ný uppfærsla Dmitris Tcherniakov er stórkostlegt sálfræðilegt ferðalag í gegnum huga þjakaðrar aðalhetjunnar þar sem fæðing rússnesku þjóðarinnar leynist að baki.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 1.3.2014, Lengd: 4h 30 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Gianandrea Noseda
Anna Bolena (Donizetti)
Anna Bolena
Anna Netrebko hefur leikár Metropolitan-óperunnar að þessu sinni með túlkun sinni á ólánsömu drottningunni sem ótrúr konungur hrekur til vitfirringar. Hún fer með eitt merkilegasta ,,sturlunaratriði” óperusögunnar í uppfærslu sem skartar einnig Elinu Garanca í hlutverki keppinautar hennar, Jane Seymour, og Ildar Abdrazakow í hlutverki Hinriks VIII.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.10.2011, Lengd: 4h 10 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið